Tenglar

10. júní 2008 |

Fjárveiting til leitar að heitu vatni í landi Hofsstaða

Sjá skýringartexta í meginmáli. Ljósmynd Árni Geirsson.
Sjá skýringartexta í meginmáli. Ljósmynd Árni Geirsson.

Orkuráð hefur ákveðið að leggja fram fimm milljónir króna til leitar að heitu vatni í landi Hofsstaða við Þorskafjörð. Þetta er liður í úthlutun fjár til jarðhitaleitar á allmörgum stöðum á landinu þar sem hitaveitu nýtur ekki. Að sögn Arnórs Hreiðars Ragnarssonar á Hofsstöðum liggur ekki fyrir hvenær tilraunaboranir hefjast enda aðeins þrír dagar síðan fjárveitingin var ákveðin. Arnór telur að líkurnar fyrir því að þarna megi finna heitt vatn í nýtanlegu magni séu meiri en minni. Fyrir um tveimur áratugum voru boraðar tilraunaholur hér og þar í Reykhólasveit og þar virtust Hofsstaðir öllu vænlegri en aðrir staðir utan Reykhóla.

 

Ekki er óhugsandi að einnig verði leitað beggja vegna Hofsstaðalands eða í landi eyðijarðarinnar Hlíðar og í landi Kinnarstaða. Ef leitin ber þann árangur sem vonast er til munu Hofsstaðir, Kinnarstaðir og Hótel Bjarkalundur njóta góðs af heita vatninu. Ekki síst myndi hitaveita létta rekstur Bjarkalundar verulega.

Á meðfylgjandi mynd (smellið á til að stækka) er Bjarkalundur við Berufjarðarvatn hægra megin, Kinnarstaðir við Þorskafjörð eru fyrir miðri mynd en Hofsstaðir eru handan við Hofsstaðaháls vinstra megin á myndinni.
               

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30