Tenglar

20. mars 2010 |

Fjögur af níu í Reykhólaskóla kepptu í Skólahreysti

Keppendurnir frá Reykhólaskóla ásamt Stefáni íþróttakennara.
Keppendurnir frá Reykhólaskóla ásamt Stefáni íþróttakennara.
1 af 3
Krakkarnir úr Reykhólaskóla sem tóku þátt í undankeppninni í Skólahreysti í fyrradag, þar sem lið frá skólum á Vesturlandi öttu kappi, stóðu sig með prýði. Ottó Hlíðar Gunnarsson keppti í upphífingum og dýfum, Dagný Bjarkadóttir í armbeygjum og hreystigreip en Margrét Björnsdóttir og Róbert Freyr Ingvason í hraðaþraut. Allir hinir krakkarnir fimm úr unglingadeildinni mættu á keppnina til að styðja liðið sitt. Keppendur frá Reykhólaskóla voru þannig nærri helmingur þeirra sem eru í unglingadeildinni.

 

Ellefu skólar kepptu í þessum riðli. Lið Varmalandsskóla í Borgarfirði sigraði og heldur áfram í lokakeppnina í Laugardalshöll 29. apríl. Sjónvarpið sýnir þætti frá undankeppnunum á þriðjudögum næstu vikurnar og verður sá fyrsti þann 30. mars.

 

Í undirbúningnum fyrir keppnina stóð Stefán íþróttakennari á Reykhólum við bakið á krökkunum. Starfsmenn í Þörungaverksmiðjunni smíðuðu tæki sem hengd eru á rimlana í íþróttahúsinu svo að þau gætu æft sig.

 

Undir þessari slóð má sjá árangurinn eftir greinum. Velja þarf Ridill 8 2010 í þar til gerðum valreit til að fá upp Vesturlandsriðilinn, 8. riðil.

 

Athugasemdir

dagný Bjarkadóttir, sunnudagur 21 mars kl: 14:42

Þættirnir verða sýndir á þriðjudögum og byrja þriðjudaginn 30.mars

hþm, rijudagur 23 mars kl: 09:57

Dagsetningarnar í textanum hafa verið leiðréttar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31