8. mars 2012 |
Fjögur örleikrit á döfinni hjá Skruggu
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi er þessar vikurnar að æfa fjögur örleikrit (gamanþætti) sem sýnd verða á kaffihússkvöldi í íþróttahúsinu á Reykhólum 18. apríl. Örleikritin Í bíltúr og Á heimilinu eru eftir Maríu Guðmundsdóttur og voru fyrst sýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar fyrir fjórum árum, Hjónabandsmiðlunin er eftir óþekktan höfund en Amma í stuði með Guði er eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur (Sollu Magg), formann Skruggu, sem jafnframt er leikstjóri.
Leikendur í þáttunum fjórum eru fimmtán auk gítarleikara. Fleiri leggja hönd á plóginn, þar á meðal smiður. Nánar verður greint frá þessum viðburði og helstu leikendum þegar nær dregur.