Tenglar

27. maí 2009 |

Fjögur útköll í röð vegna bíla á Þorskafjarðarheiði

Leiðin er lokuð. Mynd af korti á vef Vegagerðarinnar.
Leiðin er lokuð. Mynd af korti á vef Vegagerðarinnar.

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík fékk á föstudagskvöld fjögur útköll vegna fastra bíla á Þorskafjarðarheiði, sem er lokuð. Um klukkan hálfátta kom fyrsta tilkynningin um fastan bíl á heiðinni og fóru tveir björgunarsveitarmenn á bíl Dagrenningar að draga hann upp. Sá ökumaður var kominn skammt á leið á fólksbílnum sínum. Þegar átti að fara snúa við var tilkynnt um annan fastan bíl sem var kominn aðeins lengra á heiðina. Þar var lítill jeppi á ferð og var hann dreginn upp og honum snúið við.

 

Eftir það héldu björgunarmenn heim og tóku olíu en fengu þá beiðni frá lögreglu um að hjálpa þriðja bílnum sem var fastur á heiðinni. Var hann nýlega kominn upp á heiðina að sunnanverðu og var færðin svo þung að björgunarsveitarmenn fóru Arnkötludal til baka. Þessu útkalli lauk klukkan hálftólf en tíu mínútum seinna var hringt aftur og þá var fjórði bílinn fastur á Þorskafjarðarheiði sunnanverðri. Þá var lögregla beðin að hafa samband við björgunarsveitina á Reykhólum þar sem styttra væri í björgunarleiðangurinn þaðan.

 

Frá þessu er greint á Strandavefnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30