Tenglar

25. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fjögurra daga garðfuglahelgi

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag og stendur í fjóra daga (25.-28. janúar). Þátttaka í henni er einföld: Það eina sem þarf að gera er að fylgjast með garðinum við húsið í einn klukkutíma einhvern þessara daga, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund, þ.e. fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

 

Að athugun lokinni eru niðurstöður skráðar í þar til gert form á Garðfuglavefnum og sendar beint úr tölvunni. Þar er líka að finna eyðublað fyrir skráningu sem hægt er að senda í pósti.

 

Á vef Fuglaverndar segir um þessa athugun:

  • Markmiðið er að afla upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar í görðum og fjölda innan tegunda en einnig að vekja áhuga á fuglum. Að fóðra fugla er uppbyggjandi tómstundagaman sem hjálpar garðfuglum til að lifa af í oft harðri lífsbaráttu yfir vetrartímann.

 

Á Garðfuglavefnum segir:

  • Markmiðið með þessum vef er að vekja athygli á fuglalífi í íslenskum görðum, miðla upplýsingum um garðfugla, fá landsmenn til þess að skoða fugla í görðum, læra að þekkja fugla, vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt það er að stunda hana. Ennfremur er markmiðið að afla upplýsinga um fugla í görðum, hvaða tegundir eru til staðar og í hve miklu magni.

 

Vefur Fuglaverndar

Garðfuglavefurinn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30