Tenglar

2. desember 2010 |

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla á fullveldishátíð

Piparkökuhús á fullveldishátíð Reykhólaskóla fyrir tveimur árum.
Piparkökuhús á fullveldishátíð Reykhólaskóla fyrir tveimur árum.
Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin annað kvöld, föstudag, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Hún hefst kl. 19.30 og lýkur kl. 23. Á hátíðinni verða nemendur skólans með skemmtiatriði. Ýmislegt verður á dagskrá og meðal annars verður farið með þulur og Grýla og Leppalúði koma í heimsókn. Þjóðsögur úr Reykhólahreppi verða á dagskránni, svo og stuttmynd. Einnig piparkökuhúsakeppni, en nemendur í 4.-10. bekk hafa hannað og bakað piparkökuhús.

 

Miðaverð á hátíðina er kr. 1.000 og veitingar innifaldar. Tekið skal fram, að skólabílar munu ekki aka nemendum heim að skemmtun lokinni.

 

Allir eru velkomnir. Nemendur og kennarar Reykhólaskóla hlakka til að sjá sem flesta á hátíðinni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30