Fjölbreytt og fjölskylduvæn dagskrá í Ólafsdal
Ólafsdalshátíðin verður núna á laugardaginn, 8. ágúst, áttunda árið í röð. Dagskráin á skólasetrinu fornfræga í Ólafsdal við Gilsfjörð verður fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda; tónlistaratriði, skemmtun fyrir börnin, áhugaverð erindi, vandaður handverksmarkaður og veitingar. Þá verður lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu og glæsilegt Ólafsdalshappdrætti með fjölda vinninga.
Reykhólahreppur var meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins sumarið 2008. Formaður félagsins, upphafsmaður þess og helsti drifkraftur alla tíð er Rögnvaldur Guðmundsson.
Dagskrá hátíðarinnar má finna hér og vinningaskrána í happdrættinu má finna hér.
Nánari upplýsingar um Ólafsdal má finna á www.olafsdalur.is og www.facebook.com/Olafsdalur.
Sjá einnig:
02.07.2015 Notalegur og stórmerkur sögustaður við Gilsfjörð
13.03.2011 Rögnvaldur Guðmundsson: Ólafsdalsfélagið