Fjöldi mynda frá Barmahlíðardeginum
Barmahlíðardagurinn var að venju haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta. Núna var þess minnst að 25 ár eru liðin frá því að fyrsta heimilisfólkið fluttist inn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð og tilstandið því öllu meira en endranær. Nokkra tugi mynda sem Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli tók á fagnaðinum, bæði í Barmahlíð og matsal Reykhólaskóla, er að finna í valmyndinni hér vinstra megin undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur - Barmahlíðardagurinn 2013.
Sýnishorn af þessum myndum fylgja hér.
Sjá einnig varðandi Barmahlíðardaginn 2013 og 25 ára afmælið:
► 03.05.2013 Mér er það mál persónulega nokkuð skylt ...
► 30.04.2013 Nýtt sjónvarpstæki og heimabíókerfi
► 27.04.2013 Bingópeningarnir runnu til Vinafélags Barmahlíðar
► 17.04.2013 Maskadagur og þrif í Barmahlíð fyrir 25 ára afmælið
► 11.03.2013 Fyrsta heimilisfólkið fluttist inn fyrir réttum 25 árum
► Dagskrá Barmahlíðardagsins 2013