Tenglar

4. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fjöldi nýrra bóka á bókasafninu á Reykhólum

Héraðsbókasafnið á Reykhólum verður opið á morgun, fyrsta laugardaginn í mánuðinum, milli kl. 11 og 13. Klukkan 11.30 les Harpa Eiríksdóttir sögu fyrir krakkana, Ævintýri Alexanders hana eftir Gullu á Árbæ. Komnar eru nýjar bækur á safnið og verða einhverjar þeirra tilbúnar á morgun. Hér fyrir neðan er listi yfir bækurnar sem voru keyptar þetta árið.

 

Barna- og unglingabækur

 • Fyrstu 100 tölurnar - klár kríli
 • Sögusafn Disney - Prinsessusögur
 • Sögusafn Disney - Vinasögur
 • Dýrin - fyrir yngstu kynslóðina
 • Fyrstu orðin - fyrir yngstu kynslóðina
 • Kafteinn Ofurbrók og Tiktúrurnar í tappa teygjubrók
 • Gæsahúð 18 Örninn - Helgi Jónsson
 • Skúli skelfir og íþróttadagurinn - Francesca Simon
 • Skúli skelfir og uppvakningsvampíran - Francesca Simon
 • Krakkinn sem hvarf - Þorgrímur Þráinsson
 • Varið ykkur á Valahelli - Iðunn Steinsdóttir

 

Íslenskar skáldsögur

 • Yrsa Sigurðardóttir - Kuldi
 • Arnaldur Indriðason - Reykjavíkurnætur
 • Stefán Máni - Húsið

 

Endurminningar / ævisögur

 • Gísli á Uppsölum
 • Útkall - sonur þinn er á lífi
 • Vestfirskar konur í blíðu og stríðu - 3. bók, Finnbogi Hermannsson tók saman

 

Fræðibækur

 • Frá Bjargtöngum að Djúpi - Mannlíf og saga fyrir vestan, nýr flokkur - 5. bindi
 • Hornstrandir og Jökulfirðir - Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi, 1. bók - Hallgrímur Sveinsson tók saman

 

Erlendar skáldsögur

 • Hobbitinn - í þýðingu Þorsteins Thorarensen
 • Mary Higgins Clark - Ég geng ein
 • Fimmtíu gráir skuggar - EL James
 • Fimmtíu dekkri skuggar - EL James

 

Einnig hafa komið tveir kassar af bókum frá vinabókasafninu í Kópavogi og munu margar af þeim koma í hillurnar vonandi fljótlega. Líka allar hinar sem hafa ekki komist upp síðan í sumar. Enn er verið að koma upp fræðibókum, skáldsögum og endurminningabókum frá Geiradalsbókasafni, sem og bókagjöfum sem hafa komið frá mörgum velunnendum sveitarinnar og bókasafnsins.

 

Þetta kemur fram í pósti frá Hörpu Eiríksdóttur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31