Tenglar

30. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fjölgun á Litlu-Grund - peysur prjónaðar?

Tindur Ólafur og Ólafur Ragnar.
Tindur Ólafur og Ólafur Ragnar.
1 af 4

Þrír hænuungar litu dagsins ljós á Litlu-Grund í Reykhólasveit í gær. Ekki þó með „hefðbundinni aðferð“ heldur í útungunarvél. „Hænsnabóndinn minn er alsæll með árangurinn,“ segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir á Litlu-Grund, en þar á hún við elsta soninn. Hann keypti sjálfur útungunarvélina og núna á að setja í hana á nýjan leik.

 

Myndirnar eru fengnar af Facebook-síðu Ástu Sjafnar. Hér eru bræðurnir þrír á Litlu-Grund í aldursröð, þeir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn Guðmundssynir með ungana þrjá í aldursröð, Ólaf Ragnar Grímsson, Snjókorn og Nótt. Sá elsti (þ.e. af ungunum) er ákveðnastur í framgöngu og góður ræðuungi eins og nafnið gefur til kynna.

 

Nú er bara að sjá hvort oddvitinn prjónar peysur á þessa nýfæddu íbúa Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31