Tenglar

17. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fjölluðu sérstaklega um ástandið í Gufudalssveit

Slysavarnakonur á þinginu á Patreksfirði. Ljósm. Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Slysavarnakonur á þinginu á Patreksfirði. Ljósm. Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Konur af öllu landinu sóttu tólfta kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Patreksfirði um síðustu helgi. Konurnar 150 sem sóttu þingið ræddu meðal annars slysavarnamál barna og hvernig forvarnir eru sameiginleg ábyrgð allra. Ályktað var um samgöngu- og fjarskiptamál á Vestfjörðum, en ferðalagið um vegina á sunnanverðum Vestfjörðum kom mörgum kvennanna á óvart. Slysavarnakonur vilja skora á samgönguyfirvöld og Alþingi að tryggja heilsárssamgöngur við aðra landshluta vegna þess hve malarvegirnir eru víða í óásættanlegu ástandi og að þeir bjóði hreinlega upp á slys.

 

Ástandið á Vestfjarðavegi 60 um Gufudalsveit var tekið sérstaklega fyrir og mælt með að úrbætur á honum verði í forgangi. Konurnar ályktuðu einnig um fjarskiptamál á Vestfjörðum og skora á fjarskiptafyrirtæki að sjá til þess að fjarskiptakerfi séu ávallt í lagi og varaleiðir tiltækar ef bilanir koma upp.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31