Tenglar

23. janúar 2009 |

Fjölskrúðugt þorraborð á blótinu á Reykhólum

Enginn ætti að ganga svangur frá þorraveislunni á Reykhólum.
Enginn ætti að ganga svangur frá þorraveislunni á Reykhólum.

Fram kemur í auglýsingu þorrablótsnefndar Reykhólahrepps, að matur á Reykhólablótinu verði að hætti Árna í Bjarkalundi, en það er langur listi ef allt er saman talið. Fyrst skal nefna hangiketið, sem er reykt lambasíða í rúllum, en síðan eru sviðakjammar, ný og súr sviðasulta, ný svínasulta, súrsaðir svínaskankar, sviðalappir, pungar ýmsir, súr lundabaggi, súrir bringukollar, súr hvalur, hákarl, lambapottréttur, einir þrír síldarréttir, síldarsalat, rófustappa, kartöflumús, jafningur, kartöflur, harðfiskur og smér við, flatbrauð og rúgbrauð - og smér, rauðkál og grænar baunir, og mun þó varla allt upp talið.

 

Árni hefur sjálfur búið til hangirúllurnar og sulturnar og súrsað allan súrmatinn, auk þess að annast matreiðsluna, og allt er þetta gert í Bjarkalundi. Honum til aðstoðar við brauðmetið og sitthvað fleira er Inga kona hans og munu þau hafa umsjón með framburði matarins á blótinu í íþróttahúsinu á Reykhólum.

 

Athugasemdir

Gamall sumargutti, fstudagur 23 janar kl: 16:54

Hvar eru súrsuðu hreifarnir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31