Tenglar

24. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fjölskyldan stækkar hjá Ólafíu og Eyva

Sigurvin Helgi og Sara Dögg með systurina nýkomnu í heiminn.
Sigurvin Helgi og Sara Dögg með systurina nýkomnu í heiminn.
1 af 4

Þriðja barnið og jafnframt þriðja stúlkan sem fæðist í hóp íbúanna í Reykhólahreppi á þessum vetri leit dagsins ljós á fimmtudag, 21. febrúar. Foreldrar hennar eru Ólafía Guðrún Sigurvinsdóttir og Eyvindur Svanur Magnússon, sem settust að á Reykhólum fyrir tæpum þremur árum og reka verslunina Hólakaup. Hálfsystkini stúlkunnar litlu, börn Eyvindar, eru Lovísa Oktovía, f. 1991, Karen Hrönn, f. 1993, og Bjarni Salvar, f. 1998. Alsystkini hennar eru Sara Dögg, alveg að verða níu ára, og Sigurvin Helgi, sem er á sjöunda ári.

 

Myndir nr. 1-3 af litlu stúlkunni, alsystkinum hennar og foreldrum voru teknar í gær. Á mynd nr. 4 er hálfsystirin Lovísa Oktovía, elsta barn Eyvindar, sem var fjallkona á þjóðhátíð í Bjarkalundi í sumar er leið.

 

Tvær þær yngri af stúlkunum þremur sem fæðst hafa í hreppinn í vetur eru náskyldar. Brynjólfur Víðir, faðir þeirrar eldri, og Ólafía Guðrún, móðir þeirrar sem hér um ræðir, eru bræðrabörn. Faðir Brynjólfs var Smári Hlíðar Baldvinsson í Borg í Reykhólasveit (1950-2006) en faðir Ólafíu var Sigurvin Helgi Baldvinsson á Gilsfjarðarbrekku (1953-1984).

 

03.02.2013 Nóg að gera í prjónaskapnum hjá oddvitanum

12.12.2012 Fjölgar í hreppnum: Oddvitinn stendur sína plikt

05.05.2010 Nýir eigendur Hólakaupa á Reykhólum

 

Athugasemdir

Sigga, sunnudagur 24 febrar kl: 22:51

Mikið eruð þið nú fín og flott, Sara Dögg og Sigurvin Helgi, með hana litlu systur :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31