Tenglar

15. apríl 2015 |

Fjölskyldudagur - Barmahlíðardagur með nýju sniði

Barmahlíð á Reykhólum og merki félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins.
Barmahlíð á Reykhólum og merki félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins.

Barmahlíðardagurinn hefur um árabil verið haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta, sem núna ber upp á 23. apríl (fimmtudaginn í næstu viku; sumardagurinn fyrsti er alltaf á fimmtudegi). Að þessu sinni verður sniðið á hátíðinni með öðru móti en verið hefur og verður Barmahlíðardeginum fléttað inn í dagskrá Fjölskyldudags félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins í Reykhólaskóla. Viðburðir dagsins verða á ýmsum stöðum: Í skólanum, íþróttahúsinu, Barmahlíð og Grettislaug.

 

Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Innifalið í verði er öll skipulögð dagskrá, kaffiveitingar og kvöldmatur og frítt er í sund. Allur ágóði rennur til Tómstundastarfs Reykhólahrepps. Hægt er að borga í anddyri íþróttahússins í upphafi dagskrárinnar og í matsalnum í súpunni um kvöldið. Sama verð allan daginn. Posi.

 

 

Dagskráin

 

Kl. 13.30-15

Anddyri íþróttahússins: Brjóstsykursgerð

Íþróttahúsið: Stubbaleikir fyrir þau yngstu

 

Kl. 16

Barmahlíð: Kaffiveitingar

 

Kl. 17-19

Grettislaug: Frítt í sund, tónlist á bakkanum

 

Kl. 19

Matsalur Reykhólaskóla: Mexíkósk kjúklingasúpa og skemmtiatriði. Frumsýning á stuttmyndinni 1, 2, 3 og það varst þú!!! sem nemendur í 5.-10. bekk gerðu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31