Tenglar

27. júlí 2011 |

Fjölskylduhelgi á Hafrafelli í Reykhólasveit

Velkomin ...
Velkomin ...
1 af 2

Árleg fjölskylduhelgi Friðrúnar H. Gestsdóttur á Reykhólum, systkina hennar og maka, barna þeirra og barnabarna, var að þessu sinni haldin á Hafrafelli í Reykhólasveit. Þar eru æskuslóðir Guðmundar Sigvaldasonar (Mumma frá Hafrafelli), eiginmanns Friðrúnar. Úr öllum hópnum komu fjörutíu og átta manns en sex komust ekki. Mummi fékk lánaða dráttarvél ásamt 2,40 m breiðri sláttuvél og sló „fríhendis“ orðið VELKOMIN eins og sjá má á fyrri myndinni.

 

Gengið var upp að Kýlonsvatni, farið í jeppaferð upp að Vaðalfjöllum, veitt í Hafrafellsvatni og farið út á Reykhóla á hestbak og svo í sund. Allir grilluðu saman í laugardagskvöldmatinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31