Tenglar

29. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fjölskyldunni finnst hann svolítið klikkaður

„Lokaverkefnið mitt í mastersnáminu í upplifunarfræðum var saltframleiðsla og þannig kviknaði áhuginn á að fara út í framleiðslu á íslensku salti,“ segir Garðar Stefánsson í viðtali í Fréttablaðinu í gær um saltvinnsluna sem risin er á Reykhólum. Þar kemur fram, að þeir félagarnir Søren Rosenkilde og Garðar kjósi að kalla verksmiðjuna Upplifunarfabrikkuna.

 

„Ég bý í Reykjavík en keyri reglulega á milli til þess að sinna saltframleiðslunni. Það er partur af því að vera frumkvöðull að fara út fyrir hinn hefðbundna ramma. Fjölskyldan mín hefur mikla trú á mér en á sama tíma finnst henni ég vera svolítið klikkaður,“ segir Garðar og hlær.

 

Saltið sem þeir félagar framleiða er svokallað flögusalt og er umhverfisvænt. Aðspurður segir Garðar að það sé tæknilega séð frekar flókið að framleiða flögusalt. „Það krefst gífurlegrar nákvæmni en okkur hefur tekist vel til og vonumst til að saltið komi á markað á næstu vikum.“

 

Meira hér á visir.is:

 Saltbóndi á Reykhólum

 

Sjá einnig:

Saltvinnslan fær vottun um vistvæna framleiðslu (11. ágúst 2013)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31