Fjölskyldur brutu saman pakka fyrir Reykhólasaltið
Fyrsta saltið frá Norðursalti (Norður & Co) á Reykhólum er að fara í verslanir þessa dagana. Aðföng eru fyrsti stóri viðskiptavinurinn og vilja fá saltið í allar verslanir Bónuss og Hagkaupa um land allt. Þetta krafðist gríðarlegs magns af umbúðum og því tóku nokkrar fjölskyldur á Reykhólum höndum saman, bæði börn og fullorðnir, gerðu úr þessu leik og brutu saman pakkningar í sameiningu.
Dæmi má sjá á myndunum sem hér fylgja. „Það er mikil stemmning hjá Norðursalti, framleiðslan er í fullum gangi og eftirspurnin mikil,“ segir Garðar Stefánsson, annar frumkvöðlanna tveggja.
Umbúðirnar utan um glæru flögusaltpokana frá Norðursalti á Reykhólum eru hannaðar af auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks og Jóni Helga Hólmgeirssyni vöruhönnuði og prentaðar í Odda. Alls fóru sjö mánuðir í hönnun þeirra eða álíka tími og fór í að byggja saltverksmiðjuna á Reykhólum. Umbúðir eru án alls líms og opnast að framanverðu (sjá myndir 15 og 16). Innblásturinn að þeim er japanskt origami.
► Sitthvað meira á Facebooksíðu Norðursalts
Nokkrar tengdar fréttir af saltverksmiðjunni á Reykhólavefnum:
► 19.09.2013 Fjöldi mynda frá saltvinnsluveislunni
► 18.09.2013 Ólafur Ragnar kom víða við í heimsókn sinni
► 10.09.2013 Boðsbréf til íbúa Reykhólahrepps
► 29.08.2013 Fjölskyldunni finnst hann svolítið klikkaður
► 11.08.2013 Saltvinnslan fær vottun um vistvæna framleiðslu
► 16.06.2013 Saltvinnslan nýja á Reykhólum: Verið að leggja stéttina
► 04.06.2013 Vatnsnýtingarsamningur milli verksmiðjanna í Karlsey
► 29.05.2013 Fleira en salt framleitt í saltvinnslunni á Reykhólum
► 25.03.2013 Búið að steypa plötuna
► 04.02.2013 Byggingu saltvinnslunnar við Reykhólahöfn miðar vel
► 23.01.2013 Stefnt að því að húsið verði fokhelt í næsta mánuði
► 18.12.2012 Íslenska saltfélagið á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2
► 04.12.2012 Bygging saltvinnslu á Reykhólum hafin
Hörður Torfason, mivikudagur 02 oktber kl: 09:51
Takk fyrir fræðandi vefsíðu. Ég er einn þeirra manna sem kíki annað slagið við á síðunni ykkar og hef gaman að. Mig langar til að koma á framfæri einni ósk og hún er sú að ég geti fundið og lesi sögu staðarins á síðunni. Hver var fyrsti ábúandinn og hvernig þróaðist staðurinn osfrv. Sú saga mætti líka vera aðgengileg á ensku.
Kær kveðja, Hörður Torfason