Tenglar

17. mars 2012 |

Fjölskyldur hvattar til að koma með börnunum

Sunnudagaskólakrakkar í Reykhólakirkju á liðnu hausti.
Sunnudagaskólakrakkar í Reykhólakirkju á liðnu hausti.

Sunnudagaskólinn í Reykhólakirkju er annan hvern sunnudagsmorgun kl. 11 fram til aprílloka - núna í fyrramálið og síðan 1., 15. og 29. apríl. Sunnudaginn 13. maí er síðan áformað að fara saman í ljúfa vorferð, kannski út á Stað á Reykjanesi eða inn í Garpsdal. Í fyrra voraði seint og ekki var farið neitt en fyrir tveimur árum var farið í Gufudal með nesti og nýja skó.

 

Sr. Elína Hrund hvetur mömmur og pabba, afa og ömmur, frændur og frænkur, systur og bræður til að koma með krökkunum í skólann og kynnast þar Hafdísi og Klemma, Rebba og Mýslu - að ógleymdum besta vini barnanna. Börnin sem sækja sunnudagaskólann eru á öllum aldri allt upp undir fermingaraldur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31