Tenglar

28. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fjölsóttir og mjög vel heppnaðir Reykhóladagar

Rjómablíða á forntraktorasvæðinu. Myndir: Einar Kristinn Guðfinnsson.
Rjómablíða á forntraktorasvæðinu. Myndir: Einar Kristinn Guðfinnsson.
1 af 2

Reykhóladögum 2013 lauk síðdegis í dag og verður ekki annað sagt en þeir hafi tekist prýðilega. Mikill fjöldi fólks af öllum landshornum gerði sér ferð á Reykhóla til að taka þátt í hátíðinni og naut hennar í blíðskaparveðri. Heimboð í súpu voru mjög vel sótt og skiptu gestir í súpu hundruðum bæði á föstudag og laugardag. Gömlu dráttarvélarnar gegndu sínum hlutverkum og voru fleiri en nokkru sinni fyrr. Þannig mætti lengi telja einstaka viðburði.

 

Um 130 manns sátu hátíðarkvöldverðinn í íþróttahúsinu í gærkvöldi en um 210 manns komu á dansleikinn á eftir.

 

Ingi Þór Ágústsson og Rósamunda Baldursdóttir önnuðust skipulagningu hátíðarinnar og umsjá hennar að þessu sinni. Þau stóðu þar í ströngu enda í mörg horn að líta, en þegar Ingi Þór er spurður hvort þetta hafi ekki fyrst og fremst verið gaman segir hann vissulega svo vera.

 

„Að fá þetta tækifæri að vera hér á Reykhólum í viku og fá að kynnast heimafólkinu eru hrein forréttindi. Þetta er öndvegisfólk sem hér býr og tók einstaklega vel á móti okkur. Allir sem við leituðum til voru boðnir og búnir að veita okkur alla hugsanlega aðstoð,“ segir hann.

 

Auk alls heimafólksins sem lagði hönd á plóginn nefnir Ingi Þór útlendu sjálfboðaliðana (SEEDS-liðana) sem unnu mikið starf kringum Reykhóladagana eins og í fyrra. „Þetta hefði alls ekki gengið svona frábærlega vel ef þessi ungmenni hefðu ekki verið hér að störfum í viku við að hjálpa til. Það er með ólíkindum hvað þau lögðu á sig og alls ekki hægt að fullþakka þeim.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31