Tenglar

6. janúar 2013 |

Fjórar konur úr héraðinu sem náð hafa 103 ára aldri

1 af 3

Eftir því sem næst verður komist hafa sautján manneskjur upprunnar á Vestfjörðum orðið 103 ára eða eldri. Jónas Ragnarsson ritstjóri í Reykjavík gekk í gær frá lista yfir þetta kjarnafólk fyrir vef Reykhólahrepps (fjórtán konur og þrír karlar) og má sjá hann á fyrstu myndinni sem hérna fylgir (smellið á hana til að stækka). Fjórar konur í þessum hópi eru upprunnar í Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahreppi í núverandi mynd). Af þeim eru þrjár látnar en ein er á lífi.

 

Til að sækja töfluna ennþá stærri og skýrari má smella hér.

 

Þessar fjórar konur eru Kristín Petrea Sveinsdóttir (meðal átta barna hennar eru Kristinn og Reynir Bergsveinssynir frá Gufudal), María Magdalena Andrésdóttir, Magðalena Lára Kristjánsdóttir og Jensína Andrésdóttir.

 

Á mynd nr. 2 eru hjónin í Gufudal, þau Kristín Petrea Sveinsdóttir og Bergsveinn Finnsson. Á mynd nr. 3 er María Magdalena Andrésdóttir ásamt systrum sínum, skáldkonunum og tvíburunum Herdísi og Ólínu Andrésdætrum. Sú mynd fylgir einnig greininni „Þar sitja systur“ hér á vefnum (tengill neðst).

 

Breiðfirskar ættir eru eindregnari en í nokkru öðru héraði landsins. Það er því ekki að undra, að ýmist amma eða afi þess sem hér ritar á vef Reykhólahrepps skuli hafa verið náskyld þessum fjórum konum, en það er annað mál.

 

Í tímaritinu Heilbrigðismálum í september 2006 birtist samantekt eftir ritstjórann, áðurnefndan Jónas Ragnarsson, um þá 22 Íslendinga sem á þeim tíma höfðu náð 105 ára aldri. Hér skulu tilfærðir tveir kaflar úr þeirri samantekt. Nefna má, að meðal barna Maríu Magdalenu Andrésdóttur var Jón Daðason bóndi á Miðhúsum í Reykhólasveit.

 

  • Kristín Petrea Sveinsdóttir var fædd 24. ágúst 1894 og var því 106 ára og 86 daga þegar hún lést, 18. nóvember 2000. Í viðtali við Morgunblaðið tæpu ári áður sagði hún: „Lífsgleði njóttu svo lengi kostur er. Ég hef alltaf reynt að temja mér að vera kát og glöð og forðast að fara í fýlu.“ Kristín var fædd í Skáleyjum á Breiðafirði og bjó lengi í Gufudal með manni sínum, Bergsveini Finnssyni, en að honum látnum flutti hún til Reykjavíkur. Börnin voru átta en þegar hún lést voru afkomendurnir orðnir 142. Föðursystir Kristínar [María Magdalena Andrésdóttir sem hér er fjallað um var hálfsystir Sveins, föður Kristínar] varð einnig 106 ára og bróðurdóttir hennar [Magðalena Lára Kristjánsdóttir, ein kvennanna sem hér er getið] 103 ára.
  • María Magdalena Andrésdóttir var fædd í Flatey á Breiðafirði 22. júlí 1859, systir skáldkvennanna Herdísar og Ólínu. María bjó á Skógarströnd og síðar í Stykkishólmi og lést 3. september 1965, 106 ára og 43 daga. Þegar hún varð hundrað ára var hún gerð að heiðursborgara í Stykkishólmi og birt viðtal við hana í Útvarpinu. „Gat enginn merkt það á málrómnum að þarna færi 100 ára gömul kona,“ sagði Morgunblaðið. Það þótti í frásögur færandi haustið 1959 að María neytti atkvæðisréttar síns í Alþingiskosningum, 100 ára að aldri, og kom á kjörstað létt í spori og kvik í hreyfingum. Tólf af fimmtán börnum Maríu og manns hennar, Daða Daníelssonar, komust upp og urðu fimm þeirra níræð eða eldri og tvö náðu tíræðisaldri. Hálfsystir Maríu varð hundrað ára og bróðurdóttir hennar [Kristín Petrea Sveinsdóttir] 106 ára. Í minningargrein sagði að Maríu hefði verið gefið gott minni, heilbrigð dómgreind og æðruleysi „og skapgerð og manndómi hélt hún til hinstu stundar“.

 

Títtnefndur Jónas Ragnarsson heldur úti opinni síðu á Facebook undir heitinu Langlífi. Þar er margvíslegur fróðleikur sem sífellt bætist við og má kallast gullnáma fyrir þá sem áhuga hafa á ættfræði. Á einum stað á síðu sinni skrifar Jónas:

 

María M. Andrésdóttir í Stykkishólmi var lengi elsti Íslendingurinn, en hún varð 106 ára. Á hundrað ára afmælinu, 1959, birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu þar sem hún sagði að þegar hún var þriggja ára hefði hún og systur hennar, skáldkonurnar Herdís og Ólína Andrésdætur, verið sendar í fóstur. Hún sá ekki Herdísi aftur fyrr en hálfri öld síðar, þegar þær voru á leið til Reykjavíkur með strandferðaskipi. María segir: „En þá sé ég þar konu uppi í efri koju og þykist þekkja svip á henni. Ég herði upp hugann og spyr hana að heiti. Hún svarar stuttaralega: Nú, ég heiti Herdís. Andrésdóttir? spyr ég. Já, segir hún undrandi. Jæja, ætli ættir okkar komi þá ekki saman, segi ég. Og þá var eins og haft var eftir karlinum: Þá vissum við fyrst það vórum við.“

 

____________________________________

 

Frá hendi Jónasar Ragnarssonar er m.a. ritið Dagar Íslands (fyrsta útgáfa árið 1994). Stiklur úr ritinu eru fastur liður í Morgunblaðinu á hverjum degi í dálkinum Þetta gerðist ... þar sem rifjaðir eru upp ýmsir viðburðir þess dags fyrr og síðar.

 

 

Sjá einnig hér á vefnum (Dætur og synir héraðsins, valmyndin vinstra megin):

 

28.03.2011 „Þar sitja systur“

Um skáldsysturnar og tvíburasysturnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur úr Flatey á Breiðafirði. María Magdalena Andrésdóttir sem greint er frá hér að ofan var systir þeirra. Grein þessi er eftir Ármann Jakobsson bókmenntafræðing og háskólakennara - hann er af þessum breiðfirskum ættum! - og birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1996.

 

Ofanritað verður einnig sett inn á undirvefinn Dætur og synir héraðsins.

 

Athugasemdir

Loft conversion, fstudagur 06 desember kl: 00:40

Good stuff - Loft Conversions

Gordon, fstudagur 06 desember kl: 00:40

[Fabulous](http://google.com/)

Gordon

http://www.google.com

www.google.com

[url]http://www.google.com[/url]

[url=http://www.google.com]Super[/url]

[url="http://www.google.com"]Super[/url]

{http://www.google.com}

"Google":http://google.com

[[http://google.com|Google]]

[http://meta.wikimedia.org/ Wikimedia]

[Google->http://www.google.co.uk]

:link google http://www.google.co.uk/

Gordon

[link=http://www.google.com]Gordon[/link]

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31