3. október 2014 | vefstjori@reykholar.is
Fjórar milljónir til Barmahlíðar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Þar á meðal renna samtals fjórar milljónir til tveggja verkefna á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Annars vegar renna 2,8 millj. til endurnýjunar sjúkrakallkerfis og hins vegar 1,2 millj. til endurnýjunar baðaðstöðu.
► Sjá nánar hér á vef heilbrigðisráðuneytisins