Tenglar

19. nóvember 2015 |

Fjórði dráttarvéladiskurinn kominn út

Safnararnir á Seljanesi / skjáskot.
Safnararnir á Seljanesi / skjáskot.

Núna í sumar fóru þau Hjalti Stefánsson og Heiður Ósk Helgadóttir enn á ný um landið og ræddu við áhugafólk um gamlar dráttarvélar. Afraksturinn má finna á fjórða DVD-diskinum um dráttarvélar á Íslandi. „Safnararnir á Seljanesi skipa stóran sess í hugum áhugamanna um dráttarvélar og loksins náðist í þá alla saman. Það hefði verið hægt að gera heilan disk bara með þeim,“ segir í kynningu.

 

Þar segir ennfremur:

 

Á ferðum sínum hittu þau m.a. eldri herramann á Dalvík sem fer allra sinna ferða á Ford 3600. Í Hippakoti eiga bræður tveir athvarf fyrir sig og sínar vélar og í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík má finna nýuppgerðan Bautz. Á bæ einum í Vatnsdal má finna MF100-línuna og í Svínadal er Zetor í hávegum hafður.

 

Nýjasta búvélasafn landsins var opnað með viðhöfn hjá Sigmari í Lindabæ í Skagafirði og fylgst var með þegar gömlum dráttarvélum var ekið hringinn í kringum landið, annars vegar Fergusonvinir og hins vegar hjónin Júlía og Helgi á Farmall Cub. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði er Ferguson búinn að vera í notkun í 62 ár og litið er á gömlu vélarnar sem eru í Svínafelli í Nesjum. Í Dragasetrinu er Kristján Bjartmarsson að gera upp Centaur frá 1934, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, og á Egilsstöðum er nýuppgerður Scania-Vabis vörubíll sem bara varð að fá að vera með. Við heyrum söguna af því hvernig Vigdís í Eyjafirði endurheimti Porsche-vélina sem faðir hennar keypti fyrir hálfri öld.

 

Á diskinum sem er rétt tæplega tveggja klukkustunda langur eru 20 innslög og 29 viðmælendur. Hér er slóð á kynningarstúf á YouTube.

 

Þeir sem vilja eignast nýja diskinn geta hringt í síma 471 3898. Hann kostar kr. 4.000 og heimsendingin er frí. Ef eldri diskarnir eru keyptir með þeim nýja kosta þeir allir fjórir kr. 14.000 eða kr. 7.000 sá nýi og einn eldri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31