Tenglar

9. september 2009 |

Fjórðungsþing 2009: Framtíðarsýn fyrir Vestfirði

Frá Fjórðungsþingi 2009. Mynd bb.is.
Frá Fjórðungsþingi 2009. Mynd bb.is.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið á Ísafirði á föstudag og laugardag. Þingið sóttu um 40 fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Helstu umfjöllunarefni þess voru framtíðarsýn og sóknaráætlun fyrir Vestfirði. Í tilefni af 60 ára afmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga var þingið að þessu sinni með nokkrum hátíðarbrag og með sérstakri hátíðardagskrá eftir hádegi á föstudag. Þingið samþykkti ítarlega ályktun í mörgum liðum sem ber heitið „Vestfirðir í sókn". Ályktunin er tilvísun í umfjöllun þingsins um sóknaráætlun Vestfjarða og samspil hennar við sóknaráætlun Íslands. Engar kosningar til stjórnar voru á þinginu þetta árið.

 

Aðalstjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skipa Anna Guðrún Edvardsdóttir, Bolungarvík, formaður, Sigurður Pétursson og Birna Lárusdóttir, Ísafjarðarbæ, Ari Hafliðason, Vesturbyggð, og Valdemar Guðmundsson, Strandabyggð. Meðal varastjórnarmanna er Egill Sigurgeirsson, Reykhólahreppi. Framkvæmdastjóri er Aðalsteinn Óskarsson.

 

Kaflinn um landbúnað í ályktuninni Vestfirðir í sókn er á þessa leið:

 

Mikilvægt er að standa vörð um sérstöðu vestfirsks landbúnaðar og að vestfirskir framleiðendur fái tækifæri til að njóta kosta svæðisins bæði í markaðssetningu og öðrum rekstri.

 

Vakin er sérstök athygli á því að Vestfirðir eru hreint svæði þegar kemur að sauðfjársjúkdómum og því mikilvægt að ríkisvaldið hugi að því sérstaklega við uppbyggingu og viðhaldi varnarsvæða.

 

Lagt er til að ábyrgð á refa- og minkaveiðum verði flutt til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þannig er hægt að samræma skipulag og greiðslur til veiðimanna auk þess sem betri yfirsýn fæst yfir stöðu mála á stærri svæðum. Þá er mikilvægt að ríkisvaldið auki verulegar greiðslur til sveitarfélaga og láti af skattlagningu í formi virðisaukaskatts vegna fækkunar refa og eyðingar minks.

 

Ályktunina „Vestfirðir í sókn" má lesa má lesa hér í heild.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31