4. maí 2016 |
Fjórðungsþing Vestfirðinga og ársfundir
61. Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem er aðalfundur Fjórðungssambands Vestfirðinga, verður haldið á Ísafirði í dag. Jafnframt verða þar haldnir ársfundir Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Þessir þrír fundir eru nú haldnir á sama stað og tíma í fyrsta sinn. Þar með er verið að skapa vettvang fyrir sveitarstjórnarmenn til að fá auðveldara aðgengi að upplýsingum um fjármál og stöðu samvestfirskra málefna.
Af hálfu Reykhólahrepps sækir þingið sveitarstjórnarfólkið Karl Kristjánsson oddviti, Áslaug Berta Guttormsdóttir, Ágúst Már Gröndal og Sandra Rún Björnsdóttir ásamt Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra.