Tenglar

28. febrúar 2011 |

Fjósverkum miðar áfram á Landbúnaðarsafninu

Endurbætur þokast jafnt og þétt áfram í Halldórsfjósi, sem á að verða framtíðarathvarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Núna er verið að búa móttöku og snyrtingar undir grunnmálningu. Búið er að háþrýstiþvo fjósið að innan. Það þornar nú og bíður málningar. Á fjósloftinu er verið að búa út aðstöðu þar sem verða mun skrifstofa safnsins í fyrstu með rými til gagnageymslu.

 

Þetta kemur fram í frétt á vef Landbúnaðarsafns Íslands í dag.

 

Engar tímasetningar hafa verið gefnar út um það hvenær safnið flytur í hið söguríka Halldórsfjós. Það mun þó gerast í allmörgum áföngum.

 

Landbúnaðarsafn Íslands er sjálfseignarstofnun, en stofnendur hennar voru Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands. Í stjórn safnsins eiga sæti, auk fulltrúa áðurnefndra aðila, þjóðminjavörður eða fulltrúi hans og fulltrúi tilnefndur af landbúnaðarráðherra. Verkefnisstjóri Landbúnaðarsafnsins er Bjarni Guðmundsson.

 

Landbúnaðarsafn Íslands er byggt á grunni Búvélasafnsins, sem starfað hafði á Hvanneyri um langt árabil og rakti sögu sína til ársins 1940. Samkvæmt lögum frá því ári um rannsóknir í þágu landbúnaðarins skyldi komið upp safni af landbúnaðarverkfærum við Bændaskólann á Hvanneyri.

 

Búnaðarfélag Íslands gaf Búvélasafninu verðmæta gripi frá Búnaðarskólanum í Ólafsdal við Gilsfjörð. Frá búi Thors Jensens á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit og fleirum bárust einnig ýmis verkfæri. Þessir gripir eru meðal merkustu gripa safnsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31