Tenglar

10. september 2015 |

Flatey: Engin formleg ósk borist

Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.

Opið bréf til sveitarstjórnar (o.fl.) varðandi Flatey á Breiðafirði, frá Erlu Þórdísi Reynisdóttur bónda í Mýrartungu í Reykhólasveit, sem birtist hér á vefnum fyrir nokkru (sjá hér), var til umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag. Eftirfarandi var bókað:

 

Bréf frá Erlu Þórdísi Reynisdóttur, birt á Reykhólavefnum 27. ágúst 2015.

 

Svar við spurningum í erindi sem beint var til sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps er sammála megininntaki bréfsins, fyrst og fremst snýst málið um að við sem búum í Reykhólahreppi erum eitt samfélag og eigum að hlúa hvert að öðru.

 

Með bréfi dags. 24. október 2014 óskuðu 6 íbúar Flateyjar eftir viðhorfi bæjarstjórnar Stykkishólms til þess að stjórnsýsla Flateyjar færðist til Stykkishólms. Bæjarstjórn lýsti yfir jákvæðum viðbrögðum við erindinu og fól bæjarstjóra að kynna það fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps og innanríkisráðuneyti. Lengra er málið ekki komið. Engin formleg ósk hefur borist Reykhólahreppi um breytingar á mörkum sveitarfélagsins eða þá hvar mörk þess eigi að liggja.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps heimsótti íbúa sveitarfélagsins í Flatey á vormánuðum og fékk hlýlegar og góðar móttökur frá íbúum eyjunnar. Rædd voru sérstaklega málefni eyjunnar, engin veruleg óánægja kom fram með þá þjónustu sem er í verkahring sveitarfélagsins. Mikil óánægja er meðal íbúa með samgöngur við eyjuna og þá sérstaklega hafnaraðstöðuna, að aðstaða skuli ekki vera fyrir hendi til að hafa báta á floti í öruggri höfn allt árið, en samgöngumál heyra undir ríkisvaldið. Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar með íbúum var ákveðið að stofna dreifbýlisnefnd sem vettvang fyrir þær byggðir í sveitarfélaginu sem eru á jaðri byggðarinnar.

 

Ekki er vilji fyrir því eða gert ráð fyrir því að greindur sé hagnaður sveitarfélags af sérstöku svæði innan þess, hugsað er um sveitarfélagið sem heild. Engin tengsl eru á milli þess hvað sveitarfélagið fær í skatt af ákveðnu svæði og hvað sveitarfélagið leggur út í verkefni á sömu svæðum.

 

Umræður á samfélagsmiðlum eru ekki stjórntæki í opinberri stjórnsýslu, þar fara fram persónulegar umræður sem hver og einn ber ábyrgð á.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31