Tenglar

21. ágúst 2012 |

Flatey: Orgelsjóður og lagfæringar á listaverkum

Myndir: Árni Geirsson.
Myndir: Árni Geirsson.
1 af 5

Vonir standa til þess að viðgerðir á málverkum Baltasars Sampers í kirkjunni í Flatey á Breiðafirði hefjist í haust eða þá snemma næsta sumar. „Nú er búið að endurnýja kirkjuna og einangra en verkin hafa í gegnum tíðina skemmst vegna raka. Því er tímabært að lagfæra verkin núna þegar aðstæður í kirkjunni verða ekki til þess að þau liggi undir skemmdum,“ segir Gunnar Sveinsson sóknarnefndarmaður í samtali við Morgunblaðið.

 

Á málverkum Baltasars, sem prýða hvelfingu kirkjunnar, má sjá brot úr menningar- og atvinnusögu Flateyjar. Þar má líka nefna hina sérstæðu altaristöflu sem Baltasar málaði.

 

Einnig hefur verið stofnaður orgelsjóður Flateyjarkirkju í nafni Sigríðar Ólafsdóttur, sem fæddist í Flatey og hefði orðið 100 ára núna í september. Afkomendur hennar komu að máli við safnaðarnefnd og höfðu áhuga á því að færa kirkjunni gjöf og úr varð stofnun orgelsjóðs.

 

Gunnar segir að öflugur hópur velunnara standi að kirkjunni þótt sóknarbörnin séu aðeins um tíu. „Mikill kostnaður fylgir bæði framkvæmdunum við lagfæringar á listaverkunum og kaupum á orgeli, sjóðurinn kemur sér því vel. Það er vel hugsað til kirkjunnar, við höfum verið með ýmsa fjáröflunarstarfsemi, meðal annars til að standa straum af kostnaði við viðgerðir á verkum Baltasars.“

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Árni Geirsson í sumar. Sjá einnig Ljósmyndir / Ýmis myndasöfn / Árni Geirsson í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31