Tenglar

22. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Flatey á Breiðafirði vistvæn og græn eyja

Frá Flatey á Breiðafirði / ÁG.
Frá Flatey á Breiðafirði / ÁG.

Áfram verði haldið með verkefnið Vistvæn Flatey. Þetta var einróma niðurstaða á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar og jafnframt að félagið skuli leiða verkefnið til farsælla lykta með samstarfsaðilum sínum, Flateyjarveitum, Landmótun, Arkís og Reykhólahreppi.

 

Á Eyjaþingi Framfarafélagsins sumarið 2010 var rætt framtíðarsýn þátttakenda til Flateyjar. Meginstefið var þetta:

 

Gætt verði að jafnvægi manns og náttúru og horft til heildar og langs tíma. Náttúran verði sem ósnortnust og leitað stöðugleika milli náttúruverndar og frjálsræðis í ferðum og aðgengi. Flatey verði eins sjálfbært samfélag og kostur er.

 

Einnig höfðu þátttakendur m.a. þetta fram að færa um náttúruvernd og sjálfbærni:

  • Draumur um vistvæna eyju, ósnortin, engin mengandi starfsemi.
  • Sjálfbært samfélag, þ.e. flokkun sorps, moltugerð, fara vel með orku og vatn.
  • Sjálfbær orkuöflun; vindorka, sólarorka, heitt vatn, sjávarföll.
  • Sjálfbær ferðaþjónusta.

 

Sjá nánar hér á vef Framfarafélags Flateyjar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31