Flatey og Reykhólahreppur
Á Reykhólavefnum nýlega var nafn mitt nefnt og ég titlaður gæfumaður, sem ég að vísu tel vera í hálfkæringi gert og tel stafa af því að álitsgjafi er mér ósammála um málefni. Það sem hann fjallaði um var: Á Flatey að tilheyra Reykhólahreppi? – Þannig hefst grein eftir Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum, sem hann bað um að birt yrði hér á vefnum undir ofanritaðri fyrirsögn.
Þar segir hann m.a. varðandi sameiningu hreppanna fimm í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag á sínum tíma:
Ég lenti í því að vera forsvarsmaður eyjamanna, þ.e. Flateyjarhrepps, en taldi þá og tel enn að það hafi komið til af því að ég hafi verið álitinn meinlausastur þeirra sem til álita komu. Að má út hreppamörkin innanhéraðs stöðvaði ekki þá byggðarhnignun sem komin var á fullt og bjóst kannski enginn við því. Þar vinna önnur öfl.
Undir lokin segir Jóhannes:
Undan þjónustusamningi við Stykkishólm vegna Flateyjar þarf ekki að kvarta. Hann nær hins vegar ekki til Inneyja og hentar þar ekki.
Greinina í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin á síðunni.