12. ágúst 2009 |
Flateyjarjarlinn í viðtali í Skessuhorni
Hafsteinn Guðmundsson er oft nefndur Flateyjarjarl. Hann hefur búið í Flatey ásamt Ólínu Jónsdóttur konu sinni samfellt frá árinu 1965. Þar hefur hann stundað búskap og sjósókn auk þess sem hann var oddviti Flateyjarhrepps í áratugi. Nú er Hafsteinn 74 ára gamall, er með 60 kindur og sér um að taka á móti flóabátnum Baldri aðra hverja viku. Fiskveiðar eru eingöngu stundaðar til að eiga í soðið en grásleppuveiðar eru árvissar. Hafsteinn er mjög ósáttur við að mega ekki stunda fiskveiðar sér til framfærslu. Þegar kvótakerfinu var komið á hafði hann lítið stundað sjóinn á þeim viðmiðunarárum sem setning kvótans byggðist á.
Ítarlegt viðtal við Flateyjarjarlinn er í landshlutablaðinu Skessuhorni sem kom út í dag.