Tenglar

12. ágúst 2009 |

Flateyjarjarlinn í viðtali í Skessuhorni

Hafsteinn Guðmundsson. Ljósmynd:  Skessuhorn.
Hafsteinn Guðmundsson. Ljósmynd: Skessuhorn.
Hafsteinn Guðmundsson er oft nefndur Flateyjarjarl. Hann hefur búið í Flatey ásamt Ólínu Jónsdóttur konu sinni samfellt frá árinu 1965. Þar hefur hann stundað búskap og sjósókn auk þess sem hann var oddviti Flateyjarhrepps í áratugi. Nú er Hafsteinn 74 ára gamall, er með 60 kindur og sér um að taka á móti flóabátnum Baldri aðra hverja viku. Fiskveiðar eru eingöngu stundaðar til að eiga í soðið en grásleppuveiðar eru árvissar. Hafsteinn er mjög ósáttur við að mega ekki stunda fiskveiðar sér til framfærslu. Þegar kvótakerfinu var komið á hafði hann lítið stundað sjóinn á þeim viðmiðunarárum sem setning kvótans byggðist á.

 

Ítarlegt viðtal við Flateyjarjarlinn er í landshlutablaðinu Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31