24. febrúar 2011 |
Fleiri konur vantar í blakið á Reykhólum
Hópur kvenna kemur saman og spilar blak í íþróttahúsinu á Reykhólum á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 - en fleiri vantar. Þetta er þriðji veturinn sem þær iðka íþróttina saman. Núna er stefnt að ferð á öldungamót í Vestmannaeyjum í byrjun maí ásamt blakstelpunum í Búðardal, líkt og þegar farið var til keppni í Mosfellsbæ í fyrra undir merkjum Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Jafnframt hafa Reykhólakonur brugðið sér nokkrum sinnum að Laugum í Sælingsdal og einu sinni til Stykkishólms. Þangað er ráðgert að fara aftur sem fyrst.
Ekki hafa blakkonurnar á Reykhólum verið með þjálfara, nema hvað í fyrra kom Margrét Björnsdóttir, sem iðkað hefur blak hjá HK, eina helgi vestur til kennslu. Margrét er systir Andreu Björnsdóttur á Reykhólum.
Þær sem vilja e.t.v. koma í hópinn geta haft samband við Herdísi Ernu Matthíasdóttur á Reykhólum.
Bolli Valgarðsson, fimmtudagur 13 oktber kl: 15:20
Er ekki örugglega búið að tala við skólastjórann um að ganga í blakliðið?
Júlía myndi ekki bregðast ykkur enda var hún mjög liðtæk í ýmsum greinum áður fyrr.
Held hún yrði glöð ef rætt yrði við hana um þetta.