Tenglar

26. október 2011 |

Fleiri vantar á tréskurðarnámskeið á Hólmavík

Ennþá vantar fáeina þátttakendur til þess að hægt verði að halda útskurðarnámskeið á Hólmavík um næstu helgi. Hægt er að skrá sig hjá Handverkshúsinu í síma 555 1212 til kl. 18 í dag og fram að hádegi á morgun, fimmtudag. Efnt er til þessa námskeiðs í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verður kennt á laugardag og sunnudag, sex tíma hvorn dag, ef af þessu verður.

 

Hér er um grunnnámskeið að ræða þar sem farið er yfir val á skurðarjárnum og öðrum verkfærum sem er nauðsynleg eru þegar skurðvinna hefst og jafnframt farið yfir starfsaðstöðu skurðarmanns og lýsingu og hvernig á að beita skurðarjárnum og meðhöndlun þeirra, geymslu og brýnslu.

 

„Það er okkur mikið áhugamál sem að þessum námskeiðum stöndum, að nemendur læri rétt handtök strax í upphafi ferðar“, segir í tilkynningu.

 

A.m.k. eitt verk verður unnið á námskeiðinu sem þjálfar vel huga og hönd. Þeir sem eru vanir eða hafa eitthvað fengist við útskurð fá flóknari verkefni.

 

Leiðbeinandi er Friðgeir Guðmundsson og verð kr. 24 þúsund.

 

Handverkshúsið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31