Tenglar

10. desember 2015 |

Fljótt og vel brugðist við

Myndir: Ingimundur Pálsson / OV.
Myndir: Ingimundur Pálsson / OV.
1 af 5

Mjög mikið tjón varð á dreifi- og flutningskerfi raforku á Vestfjörðum í fárviðrinu mikla. Vel á annað hundrað stæður og staurar brotnuðu og margir fleiri eru laskaðir. Ingimundur Pálsson, starfsmaður Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, tók í gær meðfylgjandi myndir af skemmdum og viðgerðum í Ísafjarðardjúpi (Facebooksíða Orkubúsins).

 

Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að á fáum stöðum á landinu hefði verið hægt að bregðast eins fljótt og vel við eins miklum skemmdum og urðu á línum bæði Orkubúsins og Landsnets. Þetta sé að þakka öllum þeim varaaflstöðvum sem eru Vestfjörðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31