Tenglar

3. apríl 2023 | Sveinn Ragnarsson

Flokkstjóri Vinnuskóla Reykhólahrepps

Auglýst er staða flokkstjóra Vinnuskóla Reykhólahrepps. Í starfinu felst skipulagning og stýring vinnuhópa á aldrinum 13-17 ára sem sinna fjölbreyttum verkefnum í sveitarfélaginu. Starfið felur í sér leiðsögn, hópefli og hvatningu.

 

Vinnuskóli Reykhólahrepps heyrir undir tómstundafulltrúa og er í samstarfi við Áhaldahús Reykhólahrepps.

 

Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:

  • Yfirumsjón með verkefnum og fræðslu til nemenda í Vinnuskóla. 

  • Mótun og skipulagning verkefna sem miða að fegrun bæjarins.

  • Virk þátttaka í hverju því starfi sem ungmennin taka sér fyrir hendur.

  • Vera starfsfólki Vinnuskólans góð fyrirmynd, hvatning og stuðningur.

  • Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum.

  • Ábyrgð á verkfærum og innkaupum á vegum Vinnuskólans í samráði við tómstundafulltrúa.

  • Skil á tímaskýrslum og umsögnum um nemendur

  • Skil á lokaskýrslu um starfið.

  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni sem tengjast umhverfi bæjarins og vinnuskóla Reykhólahrepps.

  • Starfstími er áætlaður frá byrjun júní og út ágúst eða eftir samkomulagi. Starfsstöð er í Áhaldahúsi.

 

Gerð er krafa um góða samskiptafærni og góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og þjónustulund auk frumkvæðis og hugmyndaauðgi.

Æskilegt er að umsækjandi hafi bílpróf. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri, vera reglusamur og stundvís og með hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl. 

 

Nánari upplýsingar veitir tómstundafulltrúi Jóhanna Ösp johanna@reykholar.is.

 

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30