Tenglar

11. apríl 2022 | Sveinn Ragnarsson

Flokkstjóri í vinnuskólann óskast

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða flokkstjóra í Vinnuskóla Reykhólahrepps. Leitað er að öflugum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og hefur gaman af því að starfa með unglingum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð: Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit og er uppbyggileg og góð fyrirmynd.

 

Ráðningartímabil júní – ágúst 2022. Unnið er í tveimur lotum á tímabilinu. Fyrri lotan verður 1. júní - 30. júní og seinni lotan 8. ágúst.-19. ágúst. Ef umsækjandi óskar getur sveitarfélagið bent á önnur störf í júlí til umsóknar. 

 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

 

Umsókn um starfið ásamt sakavottorði berist á skrifstofu Reykhólahrepps fyrir 15. maí, eða í netfang johanna@reykholar.is

Nánari upplýsingar hjá tómstundafulltrúa í síma 6982559 eða á póstfangið johanna@reykholaskoli.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31