24. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson
Flokkun á sorp- og flokkunarsvæði hætt um sinn
Vegna COVID-19 var tekin ný ákvörðun um móttöku til endurvinnslu og meðhöndlun sorps.
Vakin er athygli á þetta er tímabundið meðan veirufaraldurinn gengur yfir.
Lokað verður fyrir flokkun úrgangs á sorpsvæði Reykhóla samkvæmt sviðmynd D neyðarstigs.
Þar segir:
- Flokkun á heimilis- og rekstrarúrgangi á móttökustöðvum hætt ef mögulegt er.
- Flokkaður úrgangur er berst á móttökustöðvar skal geymdur í tvær vikur áður en hann er meðhöndlaður.
- Þar sem rekstraraðilar hafa ekki möguleika á að geyma flokkaðan úrgang skal hann settur í urðun.
Íbúum er bent á að þeir geta flokkað sjálfir heima fyrir ef aðstaða er fyrir hendi. Annars fari allt sorp í almenna sorpgáma.
Gætum ávalt fyllsta hreinlætis.
Sveitarstjóri