Tenglar

1. apríl 2022 | Sveinn Ragnarsson

Flöskuskeyti í Gilsfirði

1 af 3

Síðustjóri var í dag að skoða lífríkið við Gilsfjarðarbrúna, en þar voru selir, toppendur, mávar og æðarfugl, svo eitthvað sé nefnt.

 

Spölkorn fyrir sunnan brúna glitti í plastflösku milli steina í garðinum og þegar betur var að gáð var pappírsrúlla í henni. Þó að finnandanum þætti nú frekar ólíklegt að þarna væri alvöru flöskuskeyti, þá vandaði hann sig við að ná bréfinu upp úr flöskunni svo það rifnaði ekki.

 

En viti menn, þarna var skeyti frá 5 ára stúlku á Akureyri. Skriftin á skeytinu er orðin óskýr með köflum, en ef rétt er lesið þá er skeytið sent af stað 4. júlí 2006. Sendandinn er þá sennilega 21 árs núna. Þó að sendandinn hafi átt heima á Akureyri, þá kemur fram í skeytinu að það var sent af stað við Gilsfjarðarbrúna og hefur því líklega ekki ekki flotið lengra en nokkur hundruð metra á þessum 16 árum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30