Tenglar

2. apríl 2015 |

Flottir fætur og aðstaða fyrir ýmsa þjónustu

Málfríður Vilbergsdóttir á stofunni sinni með töskuna góðu.
Málfríður Vilbergsdóttir á stofunni sinni með töskuna góðu.
1 af 3

Málfríður Vilbergsdóttir á Hríshóli í Reykhólasveit hefur opnað fótaaðgerðastofu undir heitinu Flottir fætur á neðri hæð sundlaugarhússins á Reykhólum. Núna í vetur lauk hún námi í þessari grein og hefur hlotið löggildingu sem fótaaðgerðafræðingur og starfsleyfi frá embætti landlæknis. Á stofunni er Málfríður með allan nauðsynlegan búnað til þessa starfs. Þar má meðal annars nefna sérhannaða tösku með ýmsum tækjum, sem hún getur haft með sér í heimahús.

 

Fótaaðgerð er skilgreind sem meðferð á fótameinum neðan ökkla, þ.e. yfirborði húðar og tánöglum. Í starfinu felst skoðun á hreyfigetu og mat á álagi á fætur, ástandi húðar og nagla. Meðal viðfangsefna fótaaðgerðafræðinga er einnig að fjarlægja sigg og líkþorn og klippa og þynna táneglur. Líka meðferð á inngrónum tánöglum, meðal annars með stál- eða plastspöngum, vörtumeðferð og sérhæfð meðferð á fótum sykursjúkra. Þar er um að ræða athugun á tilfinningu, blóðflæði og sárameðferð og ráðgjöf.

 

Auk þess gefur fótaaðgerðafræðingur ráð varðandi umhirðu fótanna, um fætur barna, val á skóm og öðrum fótabúnaði og um almenna vellíðan og heilbrigði fótanna.

 

Aðstaða fyrir snyrtifræðing, hársnyrti og nuddara

 

En það verður fleira á stofunni hjá Málfríði en störf við fæturna á fólki, því að hún verður líka með aðstöðu fyrir snyrtifræðing og hársnyrti og með ferðanuddbekk fyrir nuddara. „Núna er ég að vinna að því að fá fólk til að koma og veita þessa þjónustu stöku sinnum,“ segir hún.

 

Taskan sem áður var nefnd og það sem hún hefur að geyma er helsta vinnutæki Málfríðar. Í henni er vinnuborð, áhaldageymsla, bor til að vinna í nöglum og húð og ljós með stækkunargleri. „Það er mjög þægilegt að ferðast með hana, og þannig gefst mér tækifæri til að fara á milli staða og jafnvel fara í heimahús ef þess er óskað,“ segir hún.

 

Málfríður verður ekki með fasta viðveru á stofunni. Panta þarf tíma í síma 434 7774 eða 845 8831 eða netfanginu kletturr@simnet.is.

 

Athugasemdir

Eyvindur, fimmtudagur 02 aprl kl: 16:11

Flott hjá Möllu, til hamingju

Sóley Vilhjálmsdóttir, fimmtudagur 02 aprl kl: 22:29

IInnilega til hamingju Malla mín.

Solla Magg, fstudagur 03 aprl kl: 00:42

Hjartanlegar hamingjuóskir með stofuna þína Malla mín ..

Björg Karlsdóttir, sunnudagur 05 aprl kl: 09:43

Til hamingju með þetta framtak Malla. Gangi þér vel.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31