8. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is
Flottir lokkar: Opnað aftur eftir sumarfrí
Hársnyrtistofan Flottir lokkar á Reykhólum (Silvía Björk Birkisdóttir) verður opnuð á ný eftir sumarfrí núna á mánudaginn, 12. ágúst. Tímapantanir í síma 845 4550. Stofan er á neðri hæðinni í húsi Grettislaugar og fagnaði tveggja ára afmæli 25. júní.