Tenglar

14. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Flug-sund á björtum sunnudegi á Reykhólum

Jón Sverrir og Guðni (fyrir miðju) ásamt fleirum í heitum potti við Grettislaug.
Jón Sverrir og Guðni (fyrir miðju) ásamt fleirum í heitum potti við Grettislaug.
1 af 15

Algengt er að einkaflugvélar komi á Reykhóla í „sunnudagsbíltúrum“ á sumrin og renni jafnvel stundum upp að bensíntankinum við Hólakaup, rétt við flugbrautarendann. Ein slík kom í blíðunni í gær og voru þar á ferð menn úr Kjósarsýslu hinni gömlu, Jón Sverrir Jónsson í Varmadal og Guðni Þorbjörnsson í Mosfellsbæ. Þeir heilsuðu upp á kunningja, brugðu sér í sund í Grettislaug og fengu sér í gogginn í búðinni. Guðni tók meðfylgjandi myndir (nema þær myndir þar sem hann er sjálfur). Myndirnar úr Grettislaug voru teknar og eru birtar með góðfúslegu samþykki laugarvarðar og laugargesta.

 

Guðni birtir margar fleiri myndir á Facebook-síðu sinni og skrifar þar:

 

Við flugfeðgarnir fórum í aprílferðina okkar á TF-ULV í dag. Við Jón Sverrir Jónsson skruppum í sannkallað flug-sund í Grettislaugina á Reykhólum. Dásamlegur staður til að heimsækja fljúgandi þar sem flugvöllurinn er nánast inni í miðju þorpi. Fengum frábærar móttökur og leiðsögn. – Takk fyrir okkur!

 

Röðin á myndunum sem hér fylgja er handahófskennd eins og sjá má.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30