Tenglar

16. apríl 2009 |

Flugan sem Sigfús kom með að vestan

Nóturnar að Litlu flugunni sem gefnar voru út 15. mars 1952.
Nóturnar að Litlu flugunni sem gefnar voru út 15. mars 1952.
1 af 2

„Í hverri götu suðar hún Litla flugan hans Sigfúsar Halldórssonar, þessi, sem hann kom með að vestan í vetur. Strákarnir blístra lagið undir berum himni, húsmæðurnar raula það við eldhúsborðið, og barnfóstran syngur hvítvoðunginn í svefn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem þessi vinsæli dægurlagahöfundur vinnur hvers manns hug og hjarta. Þótti á sínum tíma mörgum keyra úr hófi dálætið á Tondeleyó, og enn lifir sums staðar í þeim gömlu glæðum.“

 

Þannig komst Velvakandi að orði í Morgunblaðinu 7. mars 1952.

 

Textinn var svo birtur í Tímanum 13. mars og tveimur dögum síðar voru nóturnar komnar í sölu í bókaverslunum. Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar lag og ljóð var flutt í útvarsþætti Benedikts Gröndal 23. mars, flutt af „kvartett“ en Björn R. Einarsson söng samt allar raddirnar.

 

Svo virðist sem lagið hafi ekki komið út á plötu fyrr en í desember þetta ár (1952), í flutningi Sigfúsar. Alþýðublaðið sagði að þá þegar hefði Litla flugan „tekið sín fyrstu skref á heimsmarkaðinum“ og yrði gefin út í Noregi.

 

Ofangreindar upplýsingar eru vel þegin viðbót við það sem hér hefur áður komið fram síðustu daga. Þær bárust frá velunnara þessa vefjar, Jónasi Ragnarssyni ritstjóra í Reykjavík. Hann er ekki síst kunnur fyrir bókina Daga Íslands, sem fyrst kom út árið 1994 og aftur 2002.

 

Sjá einnig:

Samdi Litlu fluguna á átta mínútum

Hvernig Litla flugan varð til ...

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30