29. desember 2010 |
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi verður í björgunarsveitarhúsinu að Suðurbraut 5 á Reykhólum fimmtudaginn 30. desember kl. 14-22 og á gamlársdag kl. 13-16. Að venju verður brenna á sorpsvæðinu við Reykhóla ef veður leyfir á gamlárskvöld kl. 20.30.
Björgunarsveitin Heimamenn sendir hátíðarkveðjur og óskar þess að áramótin verði gleðileg og slysalaus.