Flugeldasala björgunarsveitarinnar Heimamanna 2019
Flugeldasalan verður í húsi björgunarsveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum.
Opnunartími:
Mánudaginn 30.12. kl. 12 - 20
þriðjudaginn 31.12. kl. 9 - 12
Ásamt flugeldum verður hægt að kaupa græðlinga sem verða gróðursettir í vor í samstarfi við skógræktarfélagið Björk í Reykhólahreppi. Allur ágóði af sölunni rennur til Björgunarsveitarinnar Heimamanna.
Flugeldasala Björgunarsveitanna er mikilvægur liður í fjáröflun sveitarinnar og er ágóði hennar nýttur til þess að styrkja starf sveitarinnar, t.d. kaup á nýjum búnaði, endurnýjun á gömlum búnaði, þjálfun og fræðslu.
Einnig tekur björgunarsveitin alltaf á móti styrkjum, hægt er að leggja inn á reikning Heimamanna. Kt. 430781-0149
rk.nr. 0153-36-000781
Benda má á tilkynninguna frá í fyrra en þar eru upplýsingar sem eru í fullu gildi.
Líka er hægt er að hafa samband á veffanginu heimamenn@gmail.com og benda má á facebook síðuna facebook.com/heimamenn/
Heimamenn senda hátíðar og nýárskveður og sérstakar þakkir til allra góðra sem hafa styrkt okkur í gegnum árin