Tenglar

30. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Flugeldasalan þokkaleg enn sem komið er

Bragi Jónsson og bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn.
Bragi Jónsson og bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn.
1 af 2

Fyrstu viðskiptavinirnir þegar flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna hófst í húsi sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum í gærkvöldi voru bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn Guðmundssynir á Litlu-Grund ásamt föður sínum. Bragi Jónsson er umsjónarmaður flugeldamála hjá Heimamönnum sem fyrr. Hann segir að salan hafi gengið alveg þokkalega og núna um miðjan næstsíðasta dag ársins sé hún meiri en á sama tíma fyrir ári. Játvarður Jökull Atlason er Braga til aðstoðar við söluna eins og í fyrra og verður honum líka innan handar við flugeldasýninguna við áramótabrennuna eins og þá.

 

Bragi er með tilskilin réttindi til að annast flugeldasýninguna eða svokallað skotstjóraleyfi auk mikillar reynslu. Fyrst kom hann að flugeldasölunni á Reykhólum fyrir níu árum en síðustu sex árin hefur hann annast hana að öllu leyti ásamt því að sjá um flugeldasýninguna.

 

Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitanna um land allt og stendur undir stórum hluta af rekstri þeirra. Slysavarnafélagið Landsbjörg, en Heimamenn eru innan vébanda þess, hvetur fólk eindregið til fylgja til hlítar leiðbeiningum um meðferð flugelda og nota hlífðargleraugu, líka þá sem eru bara að fylgjast með.

 

Áramótabrennan verður að venju á sorpsvæðinu neðan við Reykhóla annað kvöld og verður kveikt í kestinum kl. 20.30. Venjulegur fyrirvari er um að veður leyfi. Ef ákveðið skyldi verða einhvern tímann á morgun að fresta brennunni verður strax greint frá því hér á vefnum.

 

Athugasemdir

Torfi Sigurjóns., rijudagur 31 desember kl: 01:29

það er gaman að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í björgunasveitinni Heimamönnum að undanförnu, og að hafa mann eins og Braga í að sjá um flugeldasöluna og allveg "skothelt" .... Ég óska sveitinni velfarðnaðar á nýju ári.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30