Tenglar

27. júní 2015 |

Flugkúnstir og fjölmenni í rjómablíðu

Kristján, Snæbjörn og Steinar við flugvélina á Reykhólum.
Kristján, Snæbjörn og Steinar við flugvélina á Reykhólum.

Kristján Þór Kristjánsson flugmaður kom í dag frá Akureyri til Reykhóla og lék margvíslegar kúnstir á amerískri tvíþekju af gerðinni Pitts. Fjöldi manns fylgdist með þessum viðburði og nokkrar fleiri vélar lentu á Reykhólum í dag. Eins og hér kom fram var tilefnið afmælisfagnaður Snæbjarnar Jónssonar frá Mýrartungu (nokkuð síðbúinn reyndar) við Þorskafjörð núna í kvöld. Veður var sérlega sólbjart og gott og fór hitinn á opinberum mæli Veðurstofunnar neðan við Reykhólaþorp yfir tuttugu stig síðdegis.

 

Á myndinni, sem tekin var að flugsýningunni lokinni, eru við flugvélina þeir Kristján Þór listflugmaður, Snæbjörn Jónsson fyrrv. afmælisbarn og Steinar Pálmason, sem heilsteikir eins og eitt stykki sauðkind í afmælisfagnaðinum.

 

Braggablús í tilefni fimmtugsafmælis

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31