Tenglar

1. febrúar 2012 |

Flugskýlið á Patreksfirði flutt að Reykhólum

Mynd: Morgunblaðið.
Mynd: Morgunblaðið.

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því, að Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar hyggist nota gamla flugskýlið af flugvellinum á Patreksfirði til að hýsa gamla báta við höfnina á Reykhólum. Félagið keypti flugskýlið til niðurrifs en hætt var að nota það fyrir mörgum árum. Hafliði Aðalsteinsson, formaður félagsins, segir í Morgunblaðinu að frá upphafi hafi verið ætlunin að reisa það á Reykhólum. Hann segir að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi verið jákvæðir þegar nefnt var að reisa bátaskýlið á fyllingu sem gerð var í tengslum við nýjan varnargarð sem gerður hefur verið í höfninni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31