Flugvöllurinn á Reykhólum mikilvægur
Í gær kom upp bilun í flugvélinni TF-DVD sem þeir voru á Ásmundur Guðmundsson og Edward Finnsson en þeir voru á leið á Hornstrandir. Þeir urðu að nauðlenda vegna bilunar og rafmagnsleysis.
Halldór Jóns sem á flugvélina TF-FRK fylgdi þeim inn til aðstoðar og stuðnings.
Þeir leituðu til íbúa á Reykhólum eftir hjálp, og að sjálfsögðu átti Guðmundur Sigvaldason varahlutinn sem vantaði og gaf svo flugvélinni start, svo þeir gætu haldið för sinn til Hornstranda áfram.
Flugvöllurinn hér á Reykhólum er mikið notaður við æfingar á lendingum og flugtökum fyrir unga flugmenn sem eru að fylla punktakortin sín, sem og þyrluflugmenn sem eru að sýna ferðamönnum fegurð Íslands úr lofti. Það hefur aukist til muna að þeir komi hér við.
Að sögn þeirra Ásmundar,Edwards og Halldórs er flugvöllurinn á Reykhólum mikið þarfaþing og á fullan rétt á sér.
Komið hefur fram hjá Isavia að þeim þykir óhóflega kostnaðarsamt að halda opnum flugvellinum á Reykhólum, en benda má á að kostnaður við þessa flugbraut er ca 100.000.- á ári, eftir því sem næst verður komist.
Jónas Þór, sunnudagur 25 nvember kl: 20:11
Gott ađ þiđ áttiđ ykkur á mikilvægi góðra samgangna.