Tenglar

25. nóvember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Flugvöllurinn á Reykhólum mikilvægur

mynd, Reynir og Ása
mynd, Reynir og Ása
1 af 2

Í gær kom upp bilun í flugvélinni TF-DVD sem þeir voru á Ásmundur Guðmundsson og Edward Finnsson en þeir voru á leið á Hornstrandir. Þeir urðu að nauðlenda vegna bilunar og rafmagnsleysis.

Halldór Jóns sem á flugvélina TF-FRK fylgdi þeim inn til aðstoðar og stuðnings.

 

Þeir leituðu til íbúa á Reykhólum eftir hjálp, og að sjálfsögðu átti  Guðmundur Sigvaldason varahlutinn sem vantaði og gaf svo flugvélinni start, svo þeir gætu haldið för sinn til Hornstranda áfram.

 

Flugvöllurinn hér á Reykhólum er mikið notaður við æfingar á lendingum og flugtökum fyrir unga flugmenn sem eru að fylla punktakortin sín, sem og þyrluflugmenn sem eru að sýna ferðamönnum fegurð Íslands úr lofti. Það hefur aukist til muna að þeir komi hér við.

Að sögn þeirra Ásmundar,Edwards og Halldórs er flugvöllurinn á Reykhólum mikið þarfaþing og á fullan rétt á sér.

 

Komið hefur fram hjá Isavia að þeim þykir óhóflega kostnaðarsamt að halda opnum flugvellinum á Reykhólum, en benda má á að kostnaður við þessa flugbraut er ca 100.000.-  á ári, eftir því sem næst verður komist.

  

Athugasemdir

Jónas Þór, sunnudagur 25 nvember kl: 20:11

Gott ađ þiđ áttiđ ykkur á mikilvægi góðra samgangna.

Þorgeir Samúelsson, fstudagur 30 nvember kl: 22:06

Já Jónas Þór..í gamladaga fór karl faðir þinn á sinni Cortínu inn í Króksfjarðanes og sótti póstinn...varð til þess að póstþjónustan færðist í það horf að ekki var beðið eftir vorleysingum og þetta þokaðist í þá átt sem allir undu við um stund...sannleikurinn er sá að í denn voru miklu betur gefnir menn kostnir á þing....ekki svona heypokar sem láta nappa sig í annanlegu ástandi á knæpu og kenna öllum um hlutina nema sjálfum sér...Flugvellir á landsbyggðinni sem búið er að segja skilið við af stjórnstöð Isavia eiga menn að taka yfir og bjóða einnka flugmönnum gjaldfrjálsar lóðir undir flugskýli....þetta er gert í Eyrarsveit í Grundarfirði þar er tæplega 800metra löng braut og eitt skýli að rísa og tvö önnur handan við hornið...Í Borg óttans er ekkert að hafa fyrir einkaflumenskuna...þar eiga að rísa á flugvellinum fleiri krár fyrir þingmenn og svona fyrir myndar fólk sem þarf sitt pláss...skyl það vel...landsmenn eiga bara að segja skilið við þetta djásn sem höfuðborgin er, með aðsetur okkar löggjafaþings, og taka völdin í sýnar hendur, fá fólk til að upplifa það að það er líf fyrir ofan Ártúnsbrekkuna....næg sönnun þess er góð grein eftir unga konu sem flutti til Patreksfjarðar og er að kvetja fólk til að skoða búsetu út á landi...Er það bara ekki málið?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31