Tenglar

1. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi

Bíllinn á hliðinni á Hjallahálsi. Myndirnar tók Hrólfur Árni Borgarsson.
Bíllinn á hliðinni á Hjallahálsi. Myndirnar tók Hrólfur Árni Borgarsson.
1 af 2

Flutningabíll valt á Hjallahálsi í gærkvöldi, í S-beygjunum svokölluðu Djúpadalsmegin. Ökumaðurinn mun hafa meiðst nokkuð en þó ekki alvarlega. Menn úr Reykhólahreppi fóru í morgun til að skoða aðstæður og meta hvað hægt væri að gera til að rétta bílinn við og ná honum upp. Snjóblásari sem hefur verið á Þröskuldum kom og blés frá honum og líka var komið með beltagröfu. „Okkur skildist að farmurinn væri eitthvert smáræði, en það reyndust vera líklega um tólf tonn af timbri og sementi og fleiru,“ sagði heimildamaður.

 

Um áttaleytið í kvöld var aðgerðum hætt enda bæði komið myrkur og vitlaust veður og bíllinn liggur enn.

 

Athugasemdir

Kolbrún Pálsdóttir, sunnudagur 02 mars kl: 13:17

Þetta er alveg skelfilegt að sjá og það er mikið lán að bílstjórarnir skulu sleppa að mestu óskaddaðir frá svona slysum sem verða á þessum fjallvegum sem okkur er ennþá boðið uppá árið 2014. Ég veit ekki hvort fólk almennt veit það, en á undanförum árum hafa 7 flutningabílar eyðilagst á þessum þremur heiðum þ.e. tveir á Klefarheiði, einn á Kletthálsi og fjórir á Hjallahálsi. Skaði flutningafyrirtækisins er mikið, svo og sá tilfinningalegi skaði sem bílstjóranir verða fyrir sem oftar en ekki verður til þess að þeir treysta sér ekki lengur til að keyra þessa vegi og hætta. Einhver kann að huga sem svo eru þessir bílar ekki tryggðir? Við vitum það líka öll að ekkert tryggingafélag bætir að fullu neitt tjón, þannig að fjárhagslegt tjón fyrirtækisins er mjög mikið. Það býr engin landshluti við þessar aðstæður sem okkur er boðið uppá. Stöndum saman og krefjumst þess að komast sem fyrst á láglendisveg til að fækka þessum tjónum áður en alvarlegt stórslys verður.

Kolbrún Pálsdóttir, sunnudagur 02 mars kl: 15:13

Mér láðist að geta þess að þarna er bara átt við eitt flutningafyrirtæki sem er Nanna ehf. á Patreksfirði. Að sjálfsögðu vitum við að það hafa margir aðrir misst og skemmt bíla sína á þessum fjallvegum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31