Tenglar

14. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Flutningabíll lokaði veginum um Ódrjúgsháls

Þjóðvegurinn í austanverðum Ódrjúgshálsi á þurrum sumardegi.
Þjóðvegurinn í austanverðum Ódrjúgshálsi á þurrum sumardegi.

Í morgun þegar vegfarendur ætluðu yfir Ódrjúgsháls milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar var flutningabíll með tengivagn þversum á veginum í austanverðum hálsinum og lokaði honum. Hann virtist hafa spólað á leiðinni upp og bílstjórinn verið að bakka og misst vagninn út af öðrum megin. Reyndar var þetta áður en hann var kominn í mesta brattann. Bílstjórinn var sofandi þegar að var komið og virtist hafa verið þarna lengi.

 

Skólabíllinn var meðal þeirra sem komust ekki lengra og var þess vegna komið með krakkana af bæjunum í Gufudal til móts við hann.

 

Þarna var engin ófærð og ekki heldur mikil hálka enda voru brekkurnar sandbornar í gær. Bílstjórinn fékk aðstoð við að setja keðjur á bílinn og ná honum upp og var búið að opna veginn á tíunda tímanum.

 

Þegar einhver hálka er að ráði eru flutningabílar í stökustu vandræðum að komast upp hálsana í Gufudalssveit. Reyndar þarf ekki vetrarhálku til, því að í rigningartíð hættir flutningabílum til að spóla í leirdrullunni og verður því að nota snjókeðjur um hásumarið þarna á þjóðveginum vestur á firði.

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, rijudagur 14 janar kl: 23:17

Ófá eru drifin á flutningabílunum, sem hafa brotnað þarna í brekkunni.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29